Líkir jarðhræringunum við Grindavík við það að troða bók í miðjan bókastafla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 10:58 Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“ Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“
Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53
„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00
Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01
Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15
Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09