Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39