34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:19 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóarhafna og skipið sem um ræðir. Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira