Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 11:30 Vegagerðin bendir á að göng undir Öxnadalsheiði yrðu styttri. Vísir/Jói K Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg. Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg.
Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00
Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00
Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30