Leikkonan Angelina Jolie var gestur í spjallþætti Larry King fyrr í vikunni og ræddi þar um móðurhlutverkið og alla þá athygli sem fjölskyldan fær.
Börn Jolie og Brad Pitt eru oft mynduð þegar þau eru á ferð með foreldrum sínum og segist Jolie vonast eftir því að í framtíðinni verði reglur settar um hvort í lagi sé að mynda börn undir lögaldri.
„Ég vona að einhvers konar reglur eða lög verði sett um hversu nálæg börnum ljósmyndarar mega vera. Ég held að það eigi eftir að koma betur í ljós hversu óheilbrigt þetta er,“ sagði leikkonan. Hún segist reyna að halda börnum sínum fjarri sviðsljósinu en að það geti á stundum verið erfitt.
„Við reynum að halda þeim úr sviðsljósinu en þegar það gerist þá reynum við að róa þau. Við segjum: „Engar áhyggjur, þessu fólki finnst bara afskaplega gaman að taka myndir.“ Það eina sem maður getur gert er að róa þau og brosa svo þeim líði ekki illa í þessum aðstæðum.“
Angelina Jolie vill vernda börnin

Mest lesið



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp







Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp