Helga María Vilhjálmsdóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna í stórsvigi á HM í alpagreinum í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum en fyrri ferðinni er nú lokið.
Helga María varð 8,88 sekúndum á eftir fyrstu konu og endaði í 60. sæti eftir fyrri ferðina. Þær 60 bestu fengu að fara seinni ferðina. Helga María hækkaði um eitt sæti eftir að lettnesk skíðakona var dæmd úr leik og fær því að renna sér aftur á eftir.
Helga María kom í mark á 1:17.86 mínútum og var með fimmtugasta besta tímann þegar hún kláraði. Þá áttu margar eftir að renna sér og alls náðu ellefu þeirra betri tíma en Helga.
Freydís Halla Einarsdóttir endaði tveimur sætum neðar en Helga María, í 62. sæti, en hún skíðaði niður á 1:18.14 mínútum eða 0,28 sekúndum hægar en landa sín.
Erla Ásgeirsdóttir fór síðustu af þeim í brautina og kom í mark á 1:22.08 mínútum sem skilaði henni í 71. sæti.
Hin austurríska Anna Fenninger náði bestum tíma í fyrri ferðinni en hún var 0,81 sekúndum á undan löndu sinni Michaelu Kirchgasser. Tina Maze, frá Slóveníu, sem hefur unnið tvö gull á mótinu, varð fjórða í fyrri ferðinni næst á eftir Svíanum Jessicu Lindell-Vikarby.
Helga María í 60. sæti í fyrri ferð í stórsvigi á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn