Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:11 Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í dag þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar. Vísir/egill Íranska transdrengnum Maní Shahidi verður vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fjölskyldunnar. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. Nokkur samtök boðuðu til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag. Til stóð að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Vísir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan eitt að verkbeiðni frá Útlendingastofnun um flutning fjölskyldunnar úr landi hafi ekki verið afturkölluð. „Þannig að ég skil það ekki betur en svo að þegar hann [Maní] verður kominn af spítalanum þá verði haldið áfram að flytja þau úr landi,“ segir Claudie. Maní liggur enn inni á spítalanum. Ekki fengust upplýsingar um líðan hans eða hversu lengi hann mun liggja inni til viðbótar. Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, voru viðstödd mótmælin og afhendingu undirskriftarlistans við dómsmála- og forsætisráðuneytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni á staðnum var móðir Manís í tilfinningalegu uppnámi. Þau hjónin voru nýbúin að fá síðustu fréttir af stöðu málsins þegar myndin efst í fréttinni var tekin. Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið á sunnudag.Vísir/Sigurjón Ólýðandi og ólýðræðislegt Um átta þúsund manns hafa nú skrifað undir lista þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta við brottvísun fjölskyldunnar og skoða mál þeirra efnislega. Líkt og áður segir fengu mótmælendur ekki að fara inn í dómsmálaráðuneytið til að afhenda listann. Þeir gengu þaðan fylktu liði í forsætisráðuneytið til að afhenda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftirnar. Hún var þó ekki stödd í ráðuneytinu þegar mótmælendur komu og veitti listanum því ekki viðtöku. Báðir listarnir voru þó að endingu afhentir, annar fyrir utan dómsmálaráðuneytið og hinn í hendur aðstoðarmanns forsætisráðherra. Elínborg Harpa Önundardóttir, félagi í samtökunum No Borders, var á meðal þeirra sem mótmælti harðlega þegar mótmælendum var meinaður aðgangur að ráðuneytinu. „Já, mér finnst alveg ólíðandi og ólýðræðislegt að okkur sé ekki boðið, örfáum, að koma og afhenda undirskriftarlista sem eru þrjú hundruð blaðsíður,“ sagði Elínborg í samtali við fréttastofu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í hádeginu. „Það að hleypa okkur ekki inn á opnunartímum inn í anddyri ráðuneytisins finnst mér bara fáránlegt og sýnir óttann og ósamvinnuþýðina þegar kemur að þessu. Við hvað eru þau hrædd?“ Foreldrar Manís fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag.Vísir/berghildur Erla Elínborg kvaðst ekki viss um að aðgerðir mótmælenda nægðu til að stöðva brottvísun Manís og foreldra hans. Hún benti á að á sunnudagskvöld hefðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamál ekki haft hug á að koma í veg fyrir að fjölskyldan yrði flutt úr landi. Þeim aðgerðum hafi aðeins verið frestað sökum innlagnar Manís á Landspítalann. „Málið er að hann hefur aldrei fengið sanngjarna málsmeðferð. Hann fékk ekki að tala sínu máli. Hvorki Útlendingastofnun né kærunefnd tóku viðtal við Maní en hann á rétt á því að fá sínu framgengt,“ sagði Elínborg. Fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki og litu írönsk yfirvöld á athæfið sem guðlast og ógn við ríkjandi stjórnvöld. Maní og foreldrar hans óttast mjög um öryggi sitt, fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölskyldan kom til Íslands frá Portúgal og verður send aftur þangað þegar Maní útskrifast af spítalanum. Uppfært 19. febrúar klukkan 11:19:Sama verklagi var fylgt við afgreiðslu umsóknar fjölskyldu Manís og í öllum öðrum málum barna sem sækja um alþjóðlega vernd, að því er fram kemur í tilkynningu Útlendingastofnunar vegna málsins sem birt var á vef stofnunarinnar á mánudag. Þar segir einnig að portúgölsk yfirvöld hefðu veitt fjölskyldunni vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið og umsókn hennar um vernd því verið afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með ákvörðun um að þeim skyldi fylgt aftur til Portúgal. „Þar í landi stendur fjölskyldunni til boða nauðsynleg þjónusta og málsmeðferðarúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mótmælendur við forsætisráðuneytið í dag.Vísir/egill Mótmælendum var meinaður aðgangur að dómsmálaráðuneytinu.Vísir/Egill Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íranska transdrengnum Maní Shahidi verður vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fjölskyldunnar. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. Nokkur samtök boðuðu til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag. Til stóð að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Vísir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan eitt að verkbeiðni frá Útlendingastofnun um flutning fjölskyldunnar úr landi hafi ekki verið afturkölluð. „Þannig að ég skil það ekki betur en svo að þegar hann [Maní] verður kominn af spítalanum þá verði haldið áfram að flytja þau úr landi,“ segir Claudie. Maní liggur enn inni á spítalanum. Ekki fengust upplýsingar um líðan hans eða hversu lengi hann mun liggja inni til viðbótar. Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, voru viðstödd mótmælin og afhendingu undirskriftarlistans við dómsmála- og forsætisráðuneytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni á staðnum var móðir Manís í tilfinningalegu uppnámi. Þau hjónin voru nýbúin að fá síðustu fréttir af stöðu málsins þegar myndin efst í fréttinni var tekin. Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið á sunnudag.Vísir/Sigurjón Ólýðandi og ólýðræðislegt Um átta þúsund manns hafa nú skrifað undir lista þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta við brottvísun fjölskyldunnar og skoða mál þeirra efnislega. Líkt og áður segir fengu mótmælendur ekki að fara inn í dómsmálaráðuneytið til að afhenda listann. Þeir gengu þaðan fylktu liði í forsætisráðuneytið til að afhenda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftirnar. Hún var þó ekki stödd í ráðuneytinu þegar mótmælendur komu og veitti listanum því ekki viðtöku. Báðir listarnir voru þó að endingu afhentir, annar fyrir utan dómsmálaráðuneytið og hinn í hendur aðstoðarmanns forsætisráðherra. Elínborg Harpa Önundardóttir, félagi í samtökunum No Borders, var á meðal þeirra sem mótmælti harðlega þegar mótmælendum var meinaður aðgangur að ráðuneytinu. „Já, mér finnst alveg ólíðandi og ólýðræðislegt að okkur sé ekki boðið, örfáum, að koma og afhenda undirskriftarlista sem eru þrjú hundruð blaðsíður,“ sagði Elínborg í samtali við fréttastofu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í hádeginu. „Það að hleypa okkur ekki inn á opnunartímum inn í anddyri ráðuneytisins finnst mér bara fáránlegt og sýnir óttann og ósamvinnuþýðina þegar kemur að þessu. Við hvað eru þau hrædd?“ Foreldrar Manís fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag.Vísir/berghildur Erla Elínborg kvaðst ekki viss um að aðgerðir mótmælenda nægðu til að stöðva brottvísun Manís og foreldra hans. Hún benti á að á sunnudagskvöld hefðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamál ekki haft hug á að koma í veg fyrir að fjölskyldan yrði flutt úr landi. Þeim aðgerðum hafi aðeins verið frestað sökum innlagnar Manís á Landspítalann. „Málið er að hann hefur aldrei fengið sanngjarna málsmeðferð. Hann fékk ekki að tala sínu máli. Hvorki Útlendingastofnun né kærunefnd tóku viðtal við Maní en hann á rétt á því að fá sínu framgengt,“ sagði Elínborg. Fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki og litu írönsk yfirvöld á athæfið sem guðlast og ógn við ríkjandi stjórnvöld. Maní og foreldrar hans óttast mjög um öryggi sitt, fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölskyldan kom til Íslands frá Portúgal og verður send aftur þangað þegar Maní útskrifast af spítalanum. Uppfært 19. febrúar klukkan 11:19:Sama verklagi var fylgt við afgreiðslu umsóknar fjölskyldu Manís og í öllum öðrum málum barna sem sækja um alþjóðlega vernd, að því er fram kemur í tilkynningu Útlendingastofnunar vegna málsins sem birt var á vef stofnunarinnar á mánudag. Þar segir einnig að portúgölsk yfirvöld hefðu veitt fjölskyldunni vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið og umsókn hennar um vernd því verið afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með ákvörðun um að þeim skyldi fylgt aftur til Portúgal. „Þar í landi stendur fjölskyldunni til boða nauðsynleg þjónusta og málsmeðferðarúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mótmælendur við forsætisráðuneytið í dag.Vísir/egill Mótmælendum var meinaður aðgangur að dómsmálaráðuneytinu.Vísir/Egill
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16