Leyfum dalnum að njóta vafans! Rut Káradóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:00 Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. Eðlilega eru skiptar skoðanir um þessar fyrirætlanir meðal borgarbúa, enda kemur daglega mikill fjöldi fólks í dalinn til að njóta útivistar og náttúrunnar. Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa um árabil verið einn helsti talsmaður dalsins og haft velferð hans að leiðarljósi. Samtökin standa nú fyrir undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Með þessum pistli vil ég hvetja alla Reykjavíkurbúa til að setja nafn sinn á þennan lista: https://listar.island.is/Stydjum/56 Náttúran er þarna nú þegar SÍS hefur kynnt metnaðarfullar hönnunartillögur og þá hugmyndafræði sem liggur að baki starfseminni. Tilgangur SÍS er m.a. að gefa borgarbúum og ferðamönnum kost á að ganga innan um exótíska gróður, finna ilm af jurtum og gróðri í manngerðum og sjálfbærum hvelfingum. Hugmyndin um gróðurhvelfingarnar er framúrstefnuleg og djörf og ekki hægt annað en hrífast af þeim mikla eldmóði sem býr þarna að baki. Það skýtur hins vegar skökku við að velja starfseminni stað í Elliðaárdalnum, þessari náttúruperlu og stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Allan ársins hring geta borgarbúar og aðrir nú þegar gengið þar um í skógi, meðfram laxveiðiá með fossum og flúðum og komist í beina tengingu við þá náttúru sem þar er til staðar. Væri ekki upplifunin að ganga um í hvelfingum SÍS ennþá áhrifameiri ef þær væru staðsettar í miðju hrauni eða víðáttu þar sem andstæðurnar eru sterkari og ekki gengið á viðkvæma náttúru? Er þetta eini valkosturinn? Ég er hlynnt því að aðgengi útivistarfólks í dalnum verði bætt og myndi fagna því að geta gengið inn á kaffihús og notið veitinga í tengslum við útivistina. Hins vegar er full vel í lagt að byggja 4.500 fermetra hvelfingar til þess. Til að setja áætlað byggingarmagn SÍS í eitthvert samhengi þá eru hvelfingarnar samtals ríflega stærð Perlunnar og 3/4 af stærð gömlu Laugardalshallarinnar. Samkvæmt kynningum SÍS á er von á um 300.000 gestum á ári í hvelfingarnar. Gangi þær áætlanir eftir mun þessum mikla fjölda gesta fylgja mikil umferð og rask í nánasta umhverfi Elliðaárinnar og dalsins. Margir hafa nefnt að ekkert sé hvort eð er á þessu svæði og því engu fórnað. Gefum okkur að slæmt sé að skilja eftir græn svæði sem „ekkert er á” ... væri þá ekki nær að borgin stæði fyrir hugmynda- og hönnunarsamkeppni um hvernig nýta mætti þetta svæði sem best til að styðja beint við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði? Borgin hefði þannig frumkvæði og leiddi hugmyndavinnuna, en samþykkti ekki bara fyrstu hugmynd sem kemur á borð þeirra. (Borgaryfirvöld voru reyndar búin að samþykkja byggingu slökkvistöðvar á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum ... en með samstilltu átaki íbúa og hagsmunaaðila tókst að koma í veg fyrir þær áætlanir.) Sporin hræða Á þeim kynningum sem Spor í sandinn hefur staðið fyrir hefur megin áherslan verið á hugmyndafræðina að baki verkefninu en upplýsingar um viðskipta¬módelið og reksturinn hins vegar verið mjög af skornum skammti. Að baki verkefninu standa fjárfestar og sterkt hugmynda- og hönnunarteymi, en hver er reynslan og þekkingin af rekstri á jafn stóru og viðamiklu fyrirtæki og þessu? Innan hvelfinganna er ætlunin m.a. að selja vörur beint frá býli, reka veitingastaði, stunda matjurtarrækt, heilsurækt og jóga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess mun fyrirtækið sérhæfa sig í viðburðum, veislum og ráðstefnuhaldi. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rekstur á stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu með slíkan blandaðan rekstur hefur vægast sagt gengið brösulega í gegnum tíðina. Flestir þekkja erfiðleika Hörpunnar og Perlunnar og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Þá hafa skemmtigarðar fyrir almenning átt erfitt uppdráttar í borginni og ekki einu sinni tekist að reka lítið kaffihús í bragganum „góða”. Áætlaður kostnaður við byggingar SÍS er kominn á fimmta milljarð króna, en borgin sjálf þarf síðan að leggja til hundruði milljóna vegna þessa verkefnis, m.a. í uppbyggingu innviða, gatna og fráveitu. Áður en slíkt er gert, hlýtur krafan að vera sú að þeir sem standa að verkefninu leggi fram ítarlega og sannfærandi viðskipta- og rekstraráætlun og sýni fram á að þeir búi yfir reynslu og þekkingu á því sviði. Hafa borgaryfirvöld kallað eftir slíku? Ef reksturinn gengur ekki upp, hvað tekur þá við? Við viljum fá að kjósa! Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni varðandi dýrar byggingar og vandræði í rekstri þeirra? Ætla borgaryfirvöld að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis? Ég vil hvetja alla borgarbúa til að skrifa nöfn sín á undirskriftalista þar sem óskað er eftir borgarakosningu um þessar óafturkræfu framkvæmdir við Elliðaárdal. Höfundur er innanhússarkitekt og vinur Elliðaárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. Eðlilega eru skiptar skoðanir um þessar fyrirætlanir meðal borgarbúa, enda kemur daglega mikill fjöldi fólks í dalinn til að njóta útivistar og náttúrunnar. Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa um árabil verið einn helsti talsmaður dalsins og haft velferð hans að leiðarljósi. Samtökin standa nú fyrir undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Með þessum pistli vil ég hvetja alla Reykjavíkurbúa til að setja nafn sinn á þennan lista: https://listar.island.is/Stydjum/56 Náttúran er þarna nú þegar SÍS hefur kynnt metnaðarfullar hönnunartillögur og þá hugmyndafræði sem liggur að baki starfseminni. Tilgangur SÍS er m.a. að gefa borgarbúum og ferðamönnum kost á að ganga innan um exótíska gróður, finna ilm af jurtum og gróðri í manngerðum og sjálfbærum hvelfingum. Hugmyndin um gróðurhvelfingarnar er framúrstefnuleg og djörf og ekki hægt annað en hrífast af þeim mikla eldmóði sem býr þarna að baki. Það skýtur hins vegar skökku við að velja starfseminni stað í Elliðaárdalnum, þessari náttúruperlu og stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Allan ársins hring geta borgarbúar og aðrir nú þegar gengið þar um í skógi, meðfram laxveiðiá með fossum og flúðum og komist í beina tengingu við þá náttúru sem þar er til staðar. Væri ekki upplifunin að ganga um í hvelfingum SÍS ennþá áhrifameiri ef þær væru staðsettar í miðju hrauni eða víðáttu þar sem andstæðurnar eru sterkari og ekki gengið á viðkvæma náttúru? Er þetta eini valkosturinn? Ég er hlynnt því að aðgengi útivistarfólks í dalnum verði bætt og myndi fagna því að geta gengið inn á kaffihús og notið veitinga í tengslum við útivistina. Hins vegar er full vel í lagt að byggja 4.500 fermetra hvelfingar til þess. Til að setja áætlað byggingarmagn SÍS í eitthvert samhengi þá eru hvelfingarnar samtals ríflega stærð Perlunnar og 3/4 af stærð gömlu Laugardalshallarinnar. Samkvæmt kynningum SÍS á er von á um 300.000 gestum á ári í hvelfingarnar. Gangi þær áætlanir eftir mun þessum mikla fjölda gesta fylgja mikil umferð og rask í nánasta umhverfi Elliðaárinnar og dalsins. Margir hafa nefnt að ekkert sé hvort eð er á þessu svæði og því engu fórnað. Gefum okkur að slæmt sé að skilja eftir græn svæði sem „ekkert er á” ... væri þá ekki nær að borgin stæði fyrir hugmynda- og hönnunarsamkeppni um hvernig nýta mætti þetta svæði sem best til að styðja beint við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði? Borgin hefði þannig frumkvæði og leiddi hugmyndavinnuna, en samþykkti ekki bara fyrstu hugmynd sem kemur á borð þeirra. (Borgaryfirvöld voru reyndar búin að samþykkja byggingu slökkvistöðvar á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum ... en með samstilltu átaki íbúa og hagsmunaaðila tókst að koma í veg fyrir þær áætlanir.) Sporin hræða Á þeim kynningum sem Spor í sandinn hefur staðið fyrir hefur megin áherslan verið á hugmyndafræðina að baki verkefninu en upplýsingar um viðskipta¬módelið og reksturinn hins vegar verið mjög af skornum skammti. Að baki verkefninu standa fjárfestar og sterkt hugmynda- og hönnunarteymi, en hver er reynslan og þekkingin af rekstri á jafn stóru og viðamiklu fyrirtæki og þessu? Innan hvelfinganna er ætlunin m.a. að selja vörur beint frá býli, reka veitingastaði, stunda matjurtarrækt, heilsurækt og jóga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess mun fyrirtækið sérhæfa sig í viðburðum, veislum og ráðstefnuhaldi. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rekstur á stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu með slíkan blandaðan rekstur hefur vægast sagt gengið brösulega í gegnum tíðina. Flestir þekkja erfiðleika Hörpunnar og Perlunnar og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Þá hafa skemmtigarðar fyrir almenning átt erfitt uppdráttar í borginni og ekki einu sinni tekist að reka lítið kaffihús í bragganum „góða”. Áætlaður kostnaður við byggingar SÍS er kominn á fimmta milljarð króna, en borgin sjálf þarf síðan að leggja til hundruði milljóna vegna þessa verkefnis, m.a. í uppbyggingu innviða, gatna og fráveitu. Áður en slíkt er gert, hlýtur krafan að vera sú að þeir sem standa að verkefninu leggi fram ítarlega og sannfærandi viðskipta- og rekstraráætlun og sýni fram á að þeir búi yfir reynslu og þekkingu á því sviði. Hafa borgaryfirvöld kallað eftir slíku? Ef reksturinn gengur ekki upp, hvað tekur þá við? Við viljum fá að kjósa! Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni varðandi dýrar byggingar og vandræði í rekstri þeirra? Ætla borgaryfirvöld að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis? Ég vil hvetja alla borgarbúa til að skrifa nöfn sín á undirskriftalista þar sem óskað er eftir borgarakosningu um þessar óafturkræfu framkvæmdir við Elliðaárdal. Höfundur er innanhússarkitekt og vinur Elliðaárdals
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun