Help! mynd Bítlanna var í tökum þegar Man. United náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Goðsagnirnar George Best og Denis Law í leik á þessu tímabili og svo plötuumslagið með Help! Samsett/Getty Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust. Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust.
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira