Öryggisfjarlægð erfið í framkvæmd á snyrtistofum sem séu engir veislusalir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:02 Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Samtök iðnaðarins Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira