Innlent

Sea Shepherd senda skip til Íslands

Paul Watson sökkti tveimur hvalveiðibátum hér við land árið 1986.
Paul Watson sökkti tveimur hvalveiðibátum hér við land árið 1986. MYND/Sea Shepherd
Sea Shepherd, samtök hvalaverndunarsinna, ætla sér að senda skipið Farley Mowat hingað til lands til þess að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga. Skipið er sem stendur í Ástralíu og leggur af stað þaðan klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort að Paul Watson, formaður þeirra, ætli sér að vera með í för. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna.

Samtökin kalla aðgerðina gegn hvalveiðunum „Operation Ragnarök" en ragnarök var heimsendir samkvæmt ásatrú. Farley Mowat var síðast að berjast gegn hvalveiðum Japana og hefur legið við höfn í Ástralíu síðan þá.

Hægt er að lesa um aðgerð Sea Shepherd hérna en samtökin halda úti öflugri heimasíðu. Þar ætla skipsmenn sér einnig að blogga um ferðina og er nokkuð ljóst að þeir ætla að gera sitt besta til þess að reyna að stöðva hvalveiðar Íslendinga.

Samtökin með Paul Watson í broddi fylkingar báru ábyrgð á því að sökkva tveimur hvalveiðibátum í Hvalfirði árið 1986. Watson hefur verið bannað að koma til landsins sökum þeirra afreka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×