Erlent

Lögreglan í Portúgal með mann í haldi

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. MYND/AP
Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror.

Tveir aðrir voru yfirheyrðir og talið er að um hafi verið að ræða þýska konu og portúgalskan mann. Murat hefur verið að aðstoða lögreglu og fréttamenn allan tíman og þótti blaðakonu Sunday Mirror hann einfaldlega vita of mikið um málið.

Robert Murat er 41 árs og var alin upp í Portúgal en fæddur í Bretlandi. Hann lýsir sjálfum sér sem hálfportúgölskum. Móðir hans, sem býr með honum, hefur einnig aðstoðað við rannsókn málsins. Hún neitar því að þau hafi gert nokkuð rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×