Ísland skilar áliti til EFTA vegna Icesave Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 12:16 Birgir Ármannsson er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Stefán Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi. Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi.
Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira