Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur Sigrún Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun