Hafa áhyggur af dularfullri blóðstorknun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 21:55 Læknir fyrir utan Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. EPA/Peter Foley Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira