Hér er Icesave, um Icesave, frá… Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Þjóðin hélt að hún hefði kosið Icesave út úr sínu lífi. Sú er þó ekki raunin og EFTA-dómstóllinn mun enn á ný fjalla um málið. fréttablaðið/pjetur Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er
Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira