Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:30 Mynd/ Arnþór. Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára. Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára.
Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira