„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:02 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri voru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Elín Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57