Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 09:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/AP Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins. Ástralía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins.
Ástralía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira