Erlent

Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf

Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Ritzau fréttastofunni eru 77 prósent Dana hlynnt því að brjóstagjöf sé eðlilege opinberlega. Ef litið er til kynjanna voru 74 prósent kvenna þeirrar skoðunar, en 80 prósent karla.

Lektor við háskólann í Hróarskeldu telur skýringanna hugsanlega að leita í breyttri stöðu karlmanna. Hann segir að karlmenn taki í dag meiri ábyrgð og hafi meiri skilning á því hvað það þýði að eiga börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×