Átta fugla hringur skaut Ólafíu upp töfluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira