Átta fugla hringur skaut Ólafíu upp töfluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira