Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2019 20:30 Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00