Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:20 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Sjá meira