Fótbolti

Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg hefur lítið komið við sögu hjá Burnley í vetur.
Jóhann Berg hefur lítið komið við sögu hjá Burnley í vetur. Rich Linley/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Vegna meiðsla Jóhanns hefur hann ekki komist á almennilegt skrið með Burnley og hefur vængmaðurinn knái aðeins leikið sjö leiki til þessa á tímabilinu. Burnley hefur þó gengið þokkalega í vetur og er um miðja deild með 39 stig eftir 29 umferðir.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir mig og mjög pirrandi. Hléið kom þannig séð á góðum tíma. Það gefur skrokknum lengri tíma til að jafna sig. Vonandi næ ég svo síðustu leikjum liðsins,“ en alls eru níu umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni.“

„Allir leikmenn deildarinnar vilja klára tímabilið. Það væri líka gott fyrir samfélagið að fá leiki, þótt þeir væru fyrir luktum dyrum. Fólk gæti verið heima og horft á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það væri frábært fyrir alla, meðal annars sjálfan mig,“ sagði Jóhann að lokum í viðtalinu sem fram fór í gegnum tölvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×