Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Breki Logason skrifar 7. maí 2009 13:00 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum." Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum."
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira