Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir karlmenn sýkjast verr en konur. Of snemmt sé hins vegar að segja til um hvaða afbrigði veirunnar sé skæðast. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir átök innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnuleysi á Suðurnesjum, sem aldrei hefur mælst jafnmikið og nú.

Einnig greinum við frá aprílgabbi fréttastofunnar, heilsum upp á nýfædda kiðlinga í Húsdýragarðinum og fjöllum um lestrarátak sem hófst í dag, en þar er markmiðið að slá heimsmet í lestri.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×