Erlent

Bretar fækka hermönnum í Írak með vorinu

MYND/AP

Á sama tíma og bandarísk stjórnvöld vilja fjölga hermönnum í Írak greinir breska blaðið Daily Telegraph frá því að bresk stjórnvöld hyggist kalla heim hátt í þrjú þúsund hermenn frá landinu fyrir lok maímánaðar. Sagt er að Tony Blair forsætisráðherra muni tilkynna þetta innan tveggja vikna.

Um 7.200 breskir hermenn eru nú í Suður-Írak og mun þeim fækka í 4.500 samkvæmt þessari áætlun. Telegraph segist hafa séð nákvæma tímasetningu á brottflutningi breska herliðsins og samkvæmt henni stendur til að afhenda yfirvöldum í borginni Basra stjórn öryggismála í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×