Keane stendur með leikmönnunum í launaumræðunni: „Kemur engum við hvað þú gerir við launin þín“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 12:30 Roy Keane. Vísir/getty Sjöfaldi enski meistarinn Roy Keane stendur með leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í launaumræðunni sem er ansi hávær þessa daganna á Englandi en knattspyrnumenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki á sig veglega launalækkun vegna kórónuveirunnar. Æðstu menn Englands hafa meðal annars skotið föstum skotum í átt að leikmönnum enska boltans og beðið þá um að taka á sig veglega launalækkun en ansi fá lið hafa til þessa ráðist í einhverjar skerðingar. „Ég er ekki viss um hvernig ég hefði brugðist við þessu. Margir leikmenn hafa verið gagnrýndir en eins og ég lít á þetta núna þá myndi ég ekki taka á mig launalækkun ef ég væri í einu af stóru félögunum,“ sagði Keane við Sky Sports í morgun. "I wouldn't take a pay cut from any of the big clubs"Roy Keane believes players shouldn't feel pressure to take pay cuts from their wealthy clubs - and will use their money to help elsewhere Watch the #SkyFootballShow now on Sky Sports PL and Sky Sports News pic.twitter.com/5oAzOyEneE— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Það kemur engum við hvað þú gerir við launin þín. Ég held að leikmennirnir séu ekki undir pressu frá félögunum. Þeir hafa skrifað undir samninginn. Það er það sem skiptir máli. Hugyndin að allir leikmenn eiga að taka á sig launalækkun er rugl.“ „Ég er hissa á öllum þeim sem eru að hoppa á vagninn og gagnrýna leikmennina því þetta kemur þeim ekki við,“ sagði Keane grjótharður eins og vanalega. Hann liggur ekkert á skoðunum sínum og segir að þó að einhverjir leikmenn vilji full laun á þessum tímum segir það ekkert til um þeirra persónuleika. „Hjá stærri félögunum eru peningarnr til fyrir leikmennina. Ég held að það sé ósanngjarnt að eitt gangi yfir alla því þú ert til að mynda í búningsklefanum hjá Man. United með mismunandi persónuleika og allir geta haft sína skoðun. Þetta er undir leikmönnunum komið einstaklingslega. Sumir sem myndu þiggja full laun væru svo kannski besta fólkið á jörðinni. Ég myndi klárlega berjast með leikmönnunum.“ Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Sjöfaldi enski meistarinn Roy Keane stendur með leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í launaumræðunni sem er ansi hávær þessa daganna á Englandi en knattspyrnumenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki á sig veglega launalækkun vegna kórónuveirunnar. Æðstu menn Englands hafa meðal annars skotið föstum skotum í átt að leikmönnum enska boltans og beðið þá um að taka á sig veglega launalækkun en ansi fá lið hafa til þessa ráðist í einhverjar skerðingar. „Ég er ekki viss um hvernig ég hefði brugðist við þessu. Margir leikmenn hafa verið gagnrýndir en eins og ég lít á þetta núna þá myndi ég ekki taka á mig launalækkun ef ég væri í einu af stóru félögunum,“ sagði Keane við Sky Sports í morgun. "I wouldn't take a pay cut from any of the big clubs"Roy Keane believes players shouldn't feel pressure to take pay cuts from their wealthy clubs - and will use their money to help elsewhere Watch the #SkyFootballShow now on Sky Sports PL and Sky Sports News pic.twitter.com/5oAzOyEneE— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Það kemur engum við hvað þú gerir við launin þín. Ég held að leikmennirnir séu ekki undir pressu frá félögunum. Þeir hafa skrifað undir samninginn. Það er það sem skiptir máli. Hugyndin að allir leikmenn eiga að taka á sig launalækkun er rugl.“ „Ég er hissa á öllum þeim sem eru að hoppa á vagninn og gagnrýna leikmennina því þetta kemur þeim ekki við,“ sagði Keane grjótharður eins og vanalega. Hann liggur ekkert á skoðunum sínum og segir að þó að einhverjir leikmenn vilji full laun á þessum tímum segir það ekkert til um þeirra persónuleika. „Hjá stærri félögunum eru peningarnr til fyrir leikmennina. Ég held að það sé ósanngjarnt að eitt gangi yfir alla því þú ert til að mynda í búningsklefanum hjá Man. United með mismunandi persónuleika og allir geta haft sína skoðun. Þetta er undir leikmönnunum komið einstaklingslega. Sumir sem myndu þiggja full laun væru svo kannski besta fólkið á jörðinni. Ég myndi klárlega berjast með leikmönnunum.“
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira