Erlent

Gates segir aukninguna til skamms tíma

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, sagði við fréttamenn í dag að hann búist við því að aukningin á hermönnum í Írak myndi aðeins vara í nokkra mánuði fremur en ár.

„Ég held að enginn hafi ákveðna hugmynd um hversu lengi aukningin þarf að vera." sagði Gates daginn eftir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hermönnum í Írak yrði fjölgað um rúmlega 20 þúsund. „Ég held að flestir okkar sjái fyrir sér mánuði fremur en ár eða tvö ár." sagði hann enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×