Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 13:32 Milljarðar engisprettna herja nú á fjölda ríkja í Austur-Afríku og vestanverðri Asíu. Vísir/EPA Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14
Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16