Nýr aðstoðarmaður ráðherra sinnir starfinu með skóla Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 20:28 Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið. Mynd/Utanríkisráðuneytið „Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.
Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45
204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15
22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02