Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. febrúar 2016 13:00 Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. Vísir/Ernir Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið. Borgunarmálið Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið.
Borgunarmálið Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira