Sport

Lítur vel út fyrir Alonso

schumacher 
Mun ræsa tíundi á ráslínu í kappakstrinum sjálfum.
schumacher Mun ræsa tíundi á ráslínu í kappakstrinum sjálfum. MYND/nordicphotos/getty images

 Í dag fer fram síðasti kappakstur ársins í Formúlu 1 en hann verður háður í Brasilíu. Lokaumferð tímatökunnar í gær var heldur betur dramatísk en fyrir hana hafði Michael Schumacher besta tímann. Hann varð síðan fyrir því að bensíngjöf bilaði og hann náði því ekki að klára.

Þar með er staða Fernandos Alonso ansi góð fyrir sjálfan kappaksturinn en hann þarf aðeins eitt stig til að verja heimsmeistaratitil sinn.

Alonso verður fjórði á ráslínu en Schumacher hins vegar tíundi. Það var félagi Schumachers hjá Ferrari, heimamaðurinn Felipe Massa, sem náði besta tímanum á undan Kimi Raikkönen sem mun ræsa annar.

Þetta verður mjög erfitt en fólk getur allavega bókað það að ég mun gera mitt besta, sagði Schumacher sem mun væntanlega taka mikla áhættu í kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×