Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 23:00 Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00