Ævintýralegur endir í Safamýrinni 22. október 2006 11:45 stopp Pavla Plaminkova reynir hér að stöðva Söru Sigurðardóttur í leik Fram og ÍBV í gær. MYND/Pjetur Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira
Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira