Innlent

Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin átti sér stað við Hamraborg í Kópavogi í síðustu viku. Myndin er úr safni.
Árásin átti sér stað við Hamraborg í Kópavogi í síðustu viku. Myndin er úr safni.

Faðir drengs sem hópur unglinga réðst á með höggum og spörkum við Hamraborg í síðustu viku hefur kært árásina til lögreglu. Myndbandi af árásinni hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Sagt var frá árásinni og myndbandinu sem gengur um netið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hópur drengja réðst þar á einn fjórtán ára gamlan pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg í Kópavogi. Myndbandið sýnir að margir hafi verið viðstaddir en enginn reynt að skakka leikinn.

RÚV hefur eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig en að hann glími við höfuðverk og uppköst. Hann rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en hann er sagður af erlendum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×