Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 13:05 Fræðgarstjarna Michaels Avenatti hneig eins snöggulega og hún reis. Hann á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. AP/Craig Ruttle Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent