Stjórnandinn í Berlín - kórinn í Borgarleikhúsinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2013 10:00 Í vox feminae eru tæplega sextíu konur Margrét Pálmadóttir er kórstjóri Vox feminae, sem flytur tónlist í verkinu Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fréttablaðið/GVA „Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira