Erlent

57 uppreisnarmenn fallnir

Minnst fimmtíu og sjö uppreisnarmenn hafa fallið í árásum bandaríska hersins í norðvesturhluta Íraks undanfarna þrjá daga. Áhlaup hersins á vígi uppreisnarmanna hófst í borginni Sadah á laugardaginn en hefur síðan færst yfir til borganna Karabíla og Rúmana. Allar eru þær nærri landamærum Sýrlands þaðan sem uppreisnarmenn streyma til Íraks. Í gær gengu hermenn hús úr húsi í leit að uppreisnarmönnum, þyrlur sveimuðu yfir borgunum þrem og út um allt höfðu leyniskyttur komið sér fyrir á húsþökum. Talsmenn Bandaríkjahers segja að árásirnar muni halda áfram þar til búið verði að koma öllum uppreisnarmönnum í borgunum fyrir kattarnef.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×