Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins Sylvía Hall skrifar 24. apríl 2020 23:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40