Pútín segist ekki vilja sundra ESB Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:48 Vladímír Pútín segist vilja sameinað og sterkt Evrópusamband. Vísir/EPA Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd. Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19
Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00
„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36