Nýsköpun: Viðskiptavinir geta séð hvað bankarnir gera við peningana Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:30 Vísir/Getty Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið. Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið.
Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira