Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 20:48 Rudy Guiliani, hér í forgrunni, er glæmýr í starfi fyrir Trump. Vísir/Getty Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00