Sjónvarpsstöðin Skjár 1 snýr aftur eftir helgi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 21:16 Skjár 1 hóf fyrst göngu sína í október árið 1998. Á 20 ára afmæli stöðvarinnar var ákveðið að blása lífi í hana að nýju eftir margra ára hlé. Skjár 1 Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira