Suður-Afríkumenn velja sér nýtt þing Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Frá kjörstað í Suður-Afríku í gær. Ekki er búist við því að niðurstöður úr kosningunum liggi fyrir fyrr en um helgina. Nordicphotos/AFP Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira