Í Panama-skjölunum svokölluðu sem fyrstu upplýsingar voru birtar úr í gær kom fram að Landsbankinn í Lúxemborg , sem var dótturfélag gamla Landsbankans, hafi verið í níunda sæti yfir fyrirtæki sem oftast hafi óskað eftir stofnun aflandsfélags hjá lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca sem staðsett er á Panama.
Að veita ekki slíka ráðgjöf sé í samræmi við stefnu sem nýi Landsbankinn hafi sett árið 2010 þar sem mikil áhersla hafi verið lögð á samfélagslega ábyrgð segir í tilkynningu frá bankanum.