Samningurinn gæti sprungið í loft upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Flóttafólk hefur reynt ýmislegt til þess að komast til Evrópu en mörgum verður nú smalað til baka. Nordicphotos/AFP Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira