Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 09:45 "Ég hef trú á þessu prógrammi, að það muni engum þykja leiðinlegt,“ segir Kári. Vísir/Anton Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira