Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 09:45 "Ég hef trú á þessu prógrammi, að það muni engum þykja leiðinlegt,“ segir Kári. Vísir/Anton Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn. Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn.
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira