Kári missti bragð- og lyktarskyn en heldur í húmorinn í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 23:00 Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. MYND/STÖÐ 2 SPORT Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti