Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Una Sighvatsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:13 Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast. Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast.
Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20